Home Fréttir Í fréttum Hvernig Norðmenn komu böndum á yfirkeyrslu

Hvernig Norðmenn komu böndum á yfirkeyrslu

26
0
Ingvild Melvær Hanssen, sérfræðingur í norska fjármálaráðuneytinu, í forgrunni, hægra megin við Ole Jonny Klakegg, prófessor við Vísinda- og tækniháskóla Noregs, NTNU, sem einnig hélt erindi á ráðstefnunni. mbl.is/Eyþór

Norðmenn hafa komið bönd­um á yfir­keyrslu verk­efna á veg­um hins op­in­bera og náð henni niður um tugi pró­sentu­stiga síðan ákveðið var að taka skipu­lega á vanda­mál­inu fyr­ir nokkr­um árum.

<>

Þetta kom fram í máli Ing­vild Mel­vær Hans­sen, sér­fræðings í norska fjár­málaráðuneyt­inu, á ráðstefnu Verk­fræðinga­fé­lags Íslands um risa­fram­kvæmd­ir og mik­il­vægi vandaðrar verk­efna­stjórn­sýslu, sem fram fór á Hilt­on Reykja­vík Nordica á fimmtu­dag­inn.

Frá ár­inu 2017, þegar Norðmenn gripu til aðgerða vegna auk­ins kostnaðar á fyrri stig­um verk­efna, hef­ur yfir­keyrsla á því stigi dreg­ist sam­an um 37 pró­sentu­stig.

Norska verk­efna­mód­elið ger­ir ráð fyr­ir að verk­efni fari í gegn­um eins kon­ar sann­reyn­ingu gæða á tveim­ur stig­um, QA1 og QA2 (QA=Quality Ass­urance). Að loknu QA1 fara verk­efni fyr­ir rík­is­stjórn til samþykkt­ar og að loknu QA2 fara þau fyr­ir þingið.

Breyt­ing­ar skráðar og kynnt­ar rík­is­stjórn

Kostnaðar­aukn­ing verk­efna sem lauk fyr­ir 2017 var að meðaltali um 40% sam­kvæmt Hans­sen en þá var meðal ann­ars gripið til eft­ir­far­andi aðgerða:

  • Gæði verk­efna­mats á fyrri stig­um ákv­arðana­töku var bætt.
  • Stjórn­un og kostnaðareft­ir­lit var bætt á milli fyrri stiga ákv­arðana­töku og seinni stiga.
  • Gert var skylt að skrá all­ar breyt­ing­ar á verk­efn­um og mikl­ar breyt­ing­ar á verk­efn­um eða kostnaðaráætl­un­um þurfti að kynna sér­stak­lega fyr­ir rík­is­stjórn.

Ekki er mjög mörg­um verk­efn­um lokið eft­ir að gripið var til aðgerðanna, en þó má greina mik­inn ár­ang­ur eða aðeins 3% yfir­keyrslu kostnaðar verk­efna á fyrri stig­um.

Hans­sen sagði þó að póli­tísk­ar ákv­arðanir um niður­skurð inn­an ákveðinna verk­efna hefðu verið heppi­leg­ar fyr­ir sam­an­b­urðinn en stóra málið sé samt sem áður að ekki sjá­ist leng­ur mjög mik­il yfir­keyrsla á kostnaði ein­stakra verk­efna.

Réttu verk­efn­in og góð inn­leiðing

Um alda­mót­in var starfs­hóp­ur sett­ur á lagg­irn­ar þvert á ráðuneyti til að að vega og meta 11 mis­mun­andi verk­efni. Ráðuneyt­in sem komu að voru sam­göngu-, varn­ar­mála-, vinnu­mála- og fjár­málaráðuneyti.

Rík­is­end­ur­skoðun Nor­egs hafði m.a. vakið máls á yfir­keyrslu stórra verk­efna frá ár­inu 1990.

Helstu áskor­an­ir sam­kvæmt vinnu starfs­hóps­ins voru:

  1. Um­fangs­skrið (e. scope creep)
  2. Auk­in áætl­un­ar­kostnaður
  3. Auk­in verk­taka­kostnaður

Starfs­hóp­ur­inn mælti m.a. með að gerð yrði krafa um að sann­reyn­ing gæða þyrfti samþykki þings­ins og í kjöl­farið var farið í frek­ari aðgerðir til að bæta innviðastjórn­un.

Námi var til að mynda hleypt af stokk­un­um við Vís­inda- og tækni­há­skóla Nor­egs sem snýr að sjálf­stæðum rann­sókn­aráætl­un­um og hæfni byggð upp í ráðuneyt­un­um.

Ing­vild Mel­vær Hans­sen sagði í er­indi sínu mikla fjár­fest­ingu eiga sér stað í op­in­ber­um fram­kvæmd­um í Nor­egi. Tölu­vert yfir meðaltali OECD og á flest­um tím­um meiri en í öðrum nor­ræn­um ríkj­um.

Norska verk­efna­mód­elið snúi ann­ars veg­ar að því að finna rétta verk­efnið til að leysa vanda­málið og hins veg­ar að því að inn­leiða verk­efnið með góðum ár­angri.

Heimild: Mbl.is