Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir stöðvaðar tímabundið eftir kæru brimbrettafólks

Framkvæmdir stöðvaðar tímabundið eftir kæru brimbrettafólks

17
0
Mynd: Brimbrettafélag Íslands

Framkvæmdir við landfyllingu við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn hafa verið stöðvaðar tímabundið, meðan úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tekur fyrir kæru sem barst frá Brimbrettafélagi Íslands.

<>

Samtökin telja að framkvæmdirnar muni valda óafturkræfum skaða á aðalbrotið, eina bestu brimbrettaöldu Evrópu. Þau segja ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í umhverfismat vera háða annmörkum.

Úrskurðarnefndin á eftir að fara yfir kæruna. Vinna við landfyllinguna á aðeins að taka nokkra mánuði og því ákvað nefndin að stöðva framkvæmdaleyfið tímabundið til þess að nefndin geti komist að niðurstöðu áður en verkinu lýkur.

Heimild: Ruv.is