Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna lagningar hita- og vatnsveitu inn á svæði Korputúns.
Helstu verkþættir eru:
Um er að ræða annarsvegar DN150 hitaveitulögn meðfram Vesturlandsvegi frá hringtorgi Baugshlíðar og Skarhólabrautar, að og undir hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Hinsvegar er Kaldavatnslögn sem þverar Vesturlandsveg í núverandi ídráttarrörum og fylgir svo hitaveitu undir Korpúlfsstaðaveg.
Verktaki skal annast alla vinnu, jarðvinnu, lagnavinnu og leggja hitaveitu- og vatnslagnir ásamt að koma fyrir öllum búnaði.
Helstu magntölur:
- Gröftur 1216 m3
- Fylling og burðarlög 1812 m3
- Hitaveitulagnir 876 m
- Kaldavatnslagnir 348 m
- Gröftur fyrir veitulögnum 930 m
Verkinu skal vera lokið 31. júní 2025.
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 þriðjudaginn 11. febrúar 2025.
Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mos@mos.is eigi síðar en kl. 11:00 fimmtudaginn 6. mars 2025.
Enginn formlegur opnunarfundur verður haldinn en upplýsingar um niðurstöðu opnunar verða birtar bjóðendum eftir að tilboð hafa verið opnuð.