Home Fréttir Í fréttum Hafa ekki skilað betri innviðum

Hafa ekki skilað betri innviðum

69
0
Vogabyggð Helgi kom meðal annars að skipulagningu byggðar í Vogabyggð. Það er eitt stærsta þéttingarverkefnið í sögu höfuðborgarsvæðisins. Teikning/ONNO

Helgi S. Gunn­ars­son, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur og fyrr­ver­andi for­stjóri Heima, seg­ir mikl­ar tekj­ur borg­ar­inn­ar af þétt­ing­ar­verk­efn­um ekki hafa skilað sér í betri innviðum. Borg­in inn­heimti hærri gjöld á hverja íbúð en áður en auk­inn þétt­leiki byggðar­inn­ar auki tekj­urn­ar enn meira á hvern hekt­ara.

<>

Til­efnið er viðtal í Morg­un­blaðinu á föstu­dag­inn við Þor­vald Giss­ur­ar­son, for­stjóra og eig­anda ÞG Verks, sem taldi aukna gjald­töku á bygg­ingu íbúða í borg­inni ekki hafa skilað betri innviðum.

„Þegar fólk kaup­ir nýja íbúð greiðir það oft yfir 20% af íbúðar­verðinu í ein­hvers kon­ar lóðar­gjöld og tengd­an kostnað en fyr­ir tíu árum greiddi það kannski 10-15% af kaup­verðinu í slík gjöld,“ sagði Þor­vald­ur meðal ann­ars í viðtal­inu.

Helgi tek­ur und­ir þetta og bend­ir á að raun­ar hafi tekj­ur borg­ar­inn­ar auk­ist enn meira. Með því vís­ar hann til þess að auk­inn þétt­leiki – fleiri íbúðir á hvern hekt­ara – skili borg­inni meiri tekj­um á hvern hekt­ara í formi gjalda og út­svars.

Helgi S. Gunn­ars­son

Raun­ar auk­ist enn meira
„Með aukn­um þétt­leika byggðar og hærra nýt­ing­ar­hlut­falli, og þá sér­stak­lega á þétt­ing­ar­reit­um, hafa tekj­ur borg­ar­inn­ar sem Þor­vald­ur tel­ur upp í raun hækkað enn meira. Með aukn­um þétt­leika eru enda fleiri íbúðir á hvern hekt­ara, sem skap­ar mun meiri tekj­ur fyr­ir sveit­ar­fé­lagið í formi gjalda, skatta og út­svars. Þarna er bein teng­ing,“ seg­ir Helgi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í fyrradag, laug­ar­dag­inn 8. fe­brú­ar.

Heimild: Mbl.is