Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hluti Selfosslínu 1 lagður í jörð

Hluti Selfosslínu 1 lagður í jörð

11
0
Í morgun voru kefli með jarðstrengnum sett á vagna og ekið með þau austur fyrir fjall. Ljósmynd/Landsnet

Vegna framkvæmda við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar og breytinga á Suðurlandsvegi vinnur Landsnet nú að því að leggja hluta Selfosslínu 1 í jörð.

<>

Tekin verða niður átta möstur í línunni og hún lögð í jörð á 1,5 km kafla frá tengivirkinu á Selfossi norður fyrir nýja vegstæðið. Þar verður tengt við loftlínuna til bráðabirgða.

Varanlegur rafmagnsstrengur fyrir Selfosslínu 1 verður svo lagður í brúna þegar framkvæmdum við brúarsmíðina lýkur árið 2028.

Heimild: Sunnlenska.is