Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Ólafur Einarsson hjá Þjótanda skrifuðu undir verksamning vegna jarðvinnu og lagna á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Framkvæmdin felur í sér að fjarlægja náttúrugras af vallarsvæðinu ásamt lífrænu undirlagi þess, jarðvegsskipta undir nýju yfirborði.
Framkvæmdin felst einnig í lagningu fráveitu- og vatnslagna, fullnaðarfrágangi vatnsúðarakerfis, rafstrengja í ljósamöstur, fullnaðarfrágangi yfirborðs undirbyggingar undir gervigras og helluleggja kant umhverfis völlinn.
Framkvæmdum skal ljúka eigi síðar en 1. apríl 2025.
Heimild: Tigull.is