Home Fréttir Í fréttum Borga tvo milljarða fyrir lóð

Borga tvo milljarða fyrir lóð

36
0
Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Stærð byggingarinnar verður allt að 19 þúsund fermetrar. mbl.is/sisi

Borg­ar­ráð samþykkti á síðasta fundi sín­um að út­hluta Þjóðar­höll ehf. bygg­ing­ar­reit F inn­an lóðar Engja­veg­ar 8, Reykja­vík.

<>

Um­rædd lóð er milli Laug­ar­dals­hall­ar og Suður­lands­braut­ar og þar á að rísa nýtt fjöl­nota íþrótta- og viðburðahús. Í des­em­ber sl. voru þrjú teymi val­in til þátt­töku í sam­keppn­isút­boði um hönn­un og bygg­ingu húss­ins.

Fram kem­ur í til­lögu sem Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri lagði fyr­ir borg­ar­ráð að Reykja­vík­ur­borg selji Þjóðar­höll ehf. bygg­ing­ar­rétt lóðar­inn­ar fyr­ir krón­ur 1.572.000.000. Auk greiðslu fyr­ir bygg­ing­ar­rétt greiðast krón­ur 489.000.000 í gatna­gerðar­gjöld.

Heild­ar­greiðsla fyr­ir bygg­ing­ar­rétt og gatna­gerðar­gjöld eru því rúm­ir tveir millj­arðar króna, eða krón­ur 2.061.000.000. Fjár­hæð gatna­gerðar­gjalda get­ur breyst til hækk­un­ar við álagn­ingu þeirra við inn­lögn bygg­ing­ar­nefnd­arteikn­inga.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is