Home Fréttir Í fréttum Veggjalúsin er orðin faraldur

Veggjalúsin er orðin faraldur

16
0
Stækkuð mynd af veggjalúsum sem Steinar tók. Bitin eru augljós og sjást á því að lúsin bítur oftast þrisvar og myndar bitröð. Ljósmynd/Steinar Smári

„Það má líkja þessu við far­ald­ur sem hef­ur staðið yfir í eitt ár. Fyr­ir ári fór ég einu sinni í viku í út­kall út af veggjal­ús en í dag er ég kallaður út fimm til sjö sinn­um í viku,“ seg­ir Stein­ar Smári Guðbergs­son, mein­dýra­eyðir hjá Mein­dýra­eyði Íslands.

<>

Hann seg­ir veggjal­ús­ina alltaf hafa fylgt mann­skepn­unni, hún læðist að fólki á nótt­unni og sjúgi úr því blóðið.

„Hún held­ur mikið til á hót­el­um og gistrým­um og hætt­an er sú að hún komi með ferðamönn­um til lands­ins.“

Hvað gerið þið til að upp­ræta lús­ina?

„Það er nátt­úru­lega at­vinnu­leynd­ar­mál en það eru margskon­ar leiðir til. Við get­um soðið rúm og um­hverfi með sér­stakri þurr­gufu­hita­vél sem er sér­stak­lega hönnuð fyr­ir veggjal­ús og fer upp í 180 gráðu hita.“

Ekki reyna sjálf að upp­ræta
Hann var­ar við því að fólk reyni að fást við þetta sjálft því þá verður vanda­málið miklu stærra og kostnaðarsam­ara. Meira að segja eitrið sem hann sjálf­ur er með gefi bara 50% ár­ang­ur.

„Þegar fólk verður vart við veggjal­ús á það ekki að reyna sjálft að upp­ræta hana því hætt­an er sú að þá fari lús­in af stað til að flýja eitrið og dreifi sér um húsið. Það hef­ur komið fyr­ir að það hafi þurft að henda öllu út úr húsi eða koma inn­bú­inu fyr­ir í frystigámi í eina viku þar sem frostið er meira en mín­us 18 gráður því egg­in drep­ast ekki fyrr.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is