Home Fréttir Í fréttum Buðu helmingi lægra en Jarð­boranir

Buðu helmingi lægra en Jarð­boranir

137
0
Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar OR, Jordan Oxley einn af eigendum NTD, Geir Hagalínsson forstjóri NTD, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR, Júlíus Emilsson, borstjóri hjá NTD, og Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hjá Veitum. Ljósmynd: Jóhanna Rakel

North Tech Drilling tryggði sér einn stærsta jarðhitaborunarsamning síðari ára eftir að hafa boðið 4,6 milljarða króna í borútboði Orkuveitunnar.

<>

Borfyrirtækið North Tech Drilling ehf. (NTD) landaði 4,6 milljarða króna samningi við Orkuveituna (OR) um borun allt að 35 jarðhitahola í lok síðasta árs í kjölfar eins stærsta útboðs OR síðari ára sem fór fram í ágúst.

NTD, sem vinnur í samstarfi við ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L., lagði inn lægsta tilboðið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.967 milljónir króna. Um er að ræða einn stærsta einstaka jarðhitaborunarsamning sem gerður hefur verið á Íslandi.

NTD og Jarðboranir voru einu fyrirtækin sem buðu í alla þrjá flokka útboðsins. Tilboð NTD var helmingi lægra en tilboð Jarðborana sem var upp á 9,7 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni.

Framkvæmdastjóri og stofnandi NTD, Geir Hagalínsson, segir félagið ætla að efla samkeppni á íslenska bormarkaðnum sem hafi listast af einum aðila, Jarðborunum, sem hafi gnæft yfir samkeppnisaðila sína.

„Við höfum aðeins verið að hrista upp í þessum markaði með boranir og veita heilbrigða samkeppni. Við stefnum á að halda áfram að vaxa og dafna og erum komin með öflugan fjárfestahóp á bak við okkur.“

Fréttin er hluta af lengri umfjöllun um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.

Heimild: Vb.is