Í desember útskrifaðist frá VMA stærsti hópur pípulagningamanna í sögu skólans eða 17 nemendur. Í síðustu viku var komið að lokaáfanganum í námi þeirra sem var sveinspróf í faginu, bæði skriflegt og verklegt próf. Þetta kemur fram á vef VMA þar segir einnig:
Skriflega prófið var föstudaginn 3. janúar í VMA en verklegi hluti prófsins fór fram í húsnæði Skútabergs við Krossanesbraut en þar var verkleg kennsla pípulagnanema á síðustu vikum síðustu annar.
Verklega prófið var alla síðustu viku. Til þess að koma öllum fyrir í húsnæðinu til próftöku var nemendahópnum skipt í tvo hópa. Átta nemendur þreyttu prófið sl. mánudag, þriðjudag og luku því í hádeginu sl. miðvikudag. Hinir níu nemendurnir tóku síðan verklega prófið sl. fimmtudag, föstudag og luku því um hádegi á laugardag.
Prófdómarar voru pípulagnameistararnir Helgi Pálsson sem kom frá Reykjavík og Elías Örn Óskarsson á Akureyri, sem lengi kenndi nemendum í pípulögnum við byggingadeild VMA.
Heimild: Kaffid.is