Home Fréttir Í fréttum Íbúar á Hlíðarenda ekki verið upplýstir

Íbúar á Hlíðarenda ekki verið upplýstir

40
0
Haukahlíð 6, I-reitur, er græni bletturinn lengst til hægri. Loftmynd/Reykjavíkurborg

Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs íbúðafé­lags, seg­ir að sam­kvæmt eldra deili­skipu­lagi hafi verið gert ráð fyr­ir að hús myndi rísa þar sem Bjarg hyggst reisa fjöl­býl­is­hús á Hlíðar­enda.

<>

Hins veg­ar virðist sem kaup­end­ur íbúða í nær­liggj­andi hús­um hafi ekki fengið upp­lýs­ing­ar um þau áform þegar þær íbúðir voru aug­lýst­ar til sölu á sín­um tíma.

Til­efnið er umræða um fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu á lóðinni en full­trú­ar íbúa í nær­liggj­andi hús­um hafa lýst yfir áhyggj­um af því að ljósvist í íbúðum þeirra verði ófull­nægj­andi ef áformin ná fram að ganga.

Fyr­ir­hugað fjöl­býl­is­hús mun hafa heim­il­is­fangið Hauka­hlíð 6 en lóðin nefn­ist I-reit­ur í skipu­lagi Hlíðar­enda. Alls verða 85 íbúðir í hús­inu sem verður fimm hæðir og með bíla­kjall­ara. Hefja á fram­kvæmd­ir í mars.

Fyr­ir­hugað hús Bjargs í Hauka­hlíð 6 á Hlíðar­enda. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Skil­ur vel óánægju íbúa
„Ég skil vel óánægju íbúa sem keyptu út­sýnis­íbúðir á aðliggj­andi lóð án þess að vera upp­lýst­ir um að í skipu­lagi var gert ráð fyr­ir að bygg­ing myndi rísa á aðliggj­andi lóð. Bjarg fékk lóðina út­hlutaða frá Reykja­vík­ur­borg og hef­ur unnið að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins sam­kvæmt ákvæðum gild­andi skipu­lags sem er í sam­ræmi við hverfið í heild. Það skipu­lag ger­ir m.a. ráð fyr­ir að fjar­lægð milli húsa sé sú sama og í þeirri byggð sem fyr­ir er. Fé­lagið hef­ur verið í góðri trú um að rétt hafi verið staðið að skipu­lags­ferl­inu og hagaðilar upp­lýst­ir um fyr­ir­hugaða fram­kvæmd. Því þykir okk­ur leitt að þessi staða sé kom­in upp.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is