Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmdir við stóran á­fanga Borgarlínu á næsta leiti

Fram­kvæmdir við stóran á­fanga Borgarlínu á næsta leiti

32
0
Mynd: Vísir/Einar

Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt.

<>

Atli Björn Levy, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, segir að í gærkvöld hafi fyrsti kafli íbúakynninga verið haldinn af sex alls. Kynntar voru breytingar á aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla.

„Allan undirbúning á þessu verkefni er hægt að rekja tíu, tólf ár aftur í tímann þar sem að skipulagslegar ákvarðanir voru teknar. Nú erum við á þessum stað það sem við erum búin að útfæra þetta leiðarval og vitum sirka hvernig hún liggur. Nú erum við að fara aðeins ofan í þessi atriði sem hafa áhrif á okkar líf, lífríki og þess háttar,“ segir hann

Hann segir umræðurnar á fundinum líflegar enda var þétt setið í sal ráðhússins. Mest beri á spurningum um hve mikið Borgarlína verði notuð, áhrif á lífríki borgarinnar og fleiru. Það sé alltaf áskorun að halda íbúum upplýstum í framkvæmdum af þessari stærðargráðu.

„Af því að við sjáum ekki framkvæmdina alveg strax, en það glittir í það. Fossvogsbrú og framkvæmdir þar eru að hefjast eftir nokkrar vikur,“ segir Atli Björn.

Hann segir jarðvinnu þegar hafna á Ártúnshöfða í tengslum við uppbyggingu á reitum þar en að fyrsti stóri áfanginn sé landfyllingarvinna vegna Fossvogsbrúarinnar væntanlegu sem hefjist innan skamms.

„Það er að koma að þessu.“

Förum bráðum að sjá eitthvað gerast?

„Heldur betur og það er ofboðslega ánægjulegt að vera kominn svona langt með þetta verkefni,“ segir Atli Björn Levy.

Heimild:Visir.is