Home Fréttir Í fréttum Borgarlínunni verði frestað

Borgarlínunni verði frestað

57
0
Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru hættuleg. Morgunblaðið/sisi

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og íbúa­sam­taka Grafar­vogs í íbúaráði Grafar­vogs harma að ríkið og Reykja­vík­ur­borg ætli að ráðast í þær fram­kvæmd­ir sem kynnt­ar eru sem „borg­ar­lína 1. lota: Ártún – Foss­vogs­brú“.

<>

Á fundi íbúaráðsins hinn 6. janú­ar sl. var lagt fram bréf skipu­lags­gátt­ar með um­sagn­ar­beiðni Reykja­vík­ur­borg­ar um til­lögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 vegna fyrr­greindr­ar fram­kvæmd­ar. Samþykkt var að fela for­manni í sam­vinnu við ráðið að skila um­sögn fyr­ir til­skil­inn frest.

Á fund­in­um lögðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og íbúa­sam­tak­anna fram bók­un.

Segja þeir að ljóst sé að þetta verði gríðarlega kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir sem greidd­ar verði af tak­mörkuðu skatt­fé. Því miður virðist eiga að byrja á Foss­vogs­brú sem lík­legt er að muni verða óarðbært verk­efni og kosta á ann­an tug millj­arða króna.

Ekki verði séð að brú­in muni bæta úr þeim vanda sem mest aðkallandi er í sam­göngu­kerf­inu, þ.e. að fækka slysa­stöðum og bæta um­ferðarflæði.

Skora full­trú­arn­ir á borg­ar­yf­ir­völd að fresta þess­um fram­kvæmd­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is