Home Fréttir Í fréttum Sörli reisir reiðhöll í Hafnarfirði

Sörli reisir reiðhöll í Hafnarfirði

62
0
Báðar hallirnar verða notaðar til æfinga og námskeiða. Í nýja húsinu verður áhorfendastúka fyrir 700 manns auk veislusalar. Morgunblaðið/Eggert

„Bygg­ing­in mun gjör­breyta allri aðstöðu fé­lags­manna í Sörla og verður eina reiðhöll­in á land­inu sem er með sam­byggða upp­hit­un­ar­höll, þannig að keppn­is­fólk þarf ekki að hita upp úti, eða í ná­læg­um bygg­ing­um,“ seg­ir Sig­ríður Krist­ín Hafþórs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sörla.

<>

Hún seg­ir að ný­bygg­ing­in verði rúm­ir 5.000 fer­metr­ar og reiðgólfið verði 2.580 fer­metr­ar.

Gamla höll­in verður notuð sem upp­hit­un­ar­höll fyr­ir sýn­ing­ar sem verða í nýja hús­inu. Heild­ar­stærð bygg­ing­anna verður 6.000 fer­metr­ar. Fram­kvæmd­ir við bygg­ing­una hóf­ust í maí 2023 og er áætlað að þeim ljúki í apríl á þessu ári.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is