Home Fréttir Í fréttum Um 200 íbúðir á Veðurstofuhæð

Um 200 íbúðir á Veðurstofuhæð

59
0
Nýtt hverfi mun rísa á svokölluðum Veðurstofureit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi þann 17. des­em­ber síðastliðinn til­lögu að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir hinn svo­kallaða Veður­stof­ur­eit, en þar er áformað nýtt skipu­lag fyr­ir um 200 íbúðir auk bíla­stæðahúss sem fyr­ir­hugað er að geti risið á svæðinu.

<>

Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir áfram­hald­andi starf­semi Veður­stof­unn­ar á reitn­um en að öll starf­semi verði á ein­um stað, á lóð nr. 7 við Bú­staðaveg.

Til­lag­an bíður nú end­an­legr­ar af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar, en full­trú­ar minni­hlut­ans gerðu at­huga­semd­ir við skort á innviðaupp­bygg­ingu, þar sem ekki er gert ráð fyr­ir að fjölga þurfi rým­um í leik­skól­um og grunn­skól­um hverf­is­ins vegna hinn­ar miklu upp­bygg­ing­ar sem fyr­ir­huguð er á svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is