Home Fréttir Í fréttum Deilt um 18 milljarða leður­blöku­skýli

Deilt um 18 milljarða leður­blöku­skýli

65
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Mark Wild, framkvæmdastjóri félags utan um háhraðalestarkerfisverkefnið HS2 í Bretlandi, segir 18 milljarða króna leðurblökuskýli nauðsynlegt til að verkefnið uppfylli bresk lög.

<>

Uppbygging háhraðalestarkerfisins High Speed 2 (HS2) í Bretlandi, sem var formlega kynnt til sögunnar árið 2009, hefur mætt mikilli gagnrýni vegna kostnaðar sem hefur vaxið umtalsvert.

Áætlaður kostnaður við uppbyggingu kerfisins stendur nú í 66,6 milljörðum punda. Árið 2013 var áætlaður kostnaður metinn á 37,5 milljarða punda.

Rishi Sunak, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti í fyrra að helmingur verkefnisins, sem hefði tengt Birmingham og Manchester, yrði settur til hliðar.

Þá hefur Keir Starmer forsætisráðherra sagt verkefnið vera kennslubókardæmi um hvernig hægt sé að klúðra stóru innviðaverkefni, að því er kemur fram í grein Telegraph.

Meðal þess sem hefur sætt mikilli gagnrýni er uppbygging sérstakrar eins kílómetra yfirbyggingar í Sheephouse Wood í Buckinghamshire, sem koma á í veg fyrir að leðurblökur á svæðinu, þar á meðal hinar sjaldgæfu Bechstein-leðurblökur, verði fyrir lestinni. Yfirbygginginm, eða „leðurblökuskýlið“, mun kosta hundrað milljónir punda, sem nemur tæpum 18 milljörðum króna.

Mark Wild, nýr framkvæmdastjóri HS2 Limited, opinbers félags utan um verkefnið, segir hins vegar yfirbygginguna nauðsynlega til að verkefnið uppfylli bresk umhverfislög. Wild tók til máls á neðri deild breska þingsins, House of Commons, í síðustu viku.

„Ég get ekki beðist afsökunar á því að fylgja lögum. Þessi yfirbyggingin er besta lausnin, jafnvel þó að fjárhæðin sem um ræðir sé ótrúleg,“ sagði Wilder og bætti við að hafa þurfi í huga að yfirbyggingin muni endast í allavega 120 ár.

Wilder tók við framkvæmdastjórastöðunni fyrr í mánuðinum eftir að Sir Jon Thompson hafði sagt af sér formennsku félagsins.

Thompson hafði þar áður gagnrýnt leðurblökubygginguna harðlega og sagt engin vísindi styðja þá staðhæfingu að hraðlestir hefðu slæm áhrif á líf leðurblaka.

Heimild: Vb.is