Home Fréttir Í fréttum Nýtt fjölbýlishús byggt í Skeifunni

Nýtt fjölbýlishús byggt í Skeifunni

57
0
Hér er horft frá Suðurlandsbraut í suðurátt. Hæsta byggingin verður átta hæðir. Áformað er að í framtíðinni muni ein helsta leið borgarlínunnar liggja eftir Suðurlandsbraut. Tölvumyndir/Kanon arkitektar

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt sam­komu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar við Eik fast­eigna­fé­lag hf. um upp­bygg­ingu á Skeif­unni 7 og Skeif­unni 9. Lóðirn­ar eru á milli Skeif­unn­ar og Suður­lands­braut­ar.

<>

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hafði tekið já­kvætt í fyr­ir­spurn um málið í ág­úst 2023.

Er þetta sam­komu­lag í sam­ræmi við stefnu í aðal­skipu­lagi um upp­bygg­ingu og umbreyt­ingu iðnaðar- og versl­un­ar­hverf­is í blandaða byggð, sem þjónað verði með hágæða al­menn­ings­sam­göng­um og öðrum vist­væn­um far­ar­mát­um eins og það er orðað.

Hér er horft til norðvest­urs frá Skeif­unni. Bygg­ing­arn­ar um­lykja skjólgóðan garð. Tölvu­mynd­ir/​Kanon arki­tekt­ar

Í ramma­skipu­lagi Skeif­unn­ar er gert ráð fyr­ir 750 nýj­um íbúðum á svæðinu og um 190 þúsund fer­metr­um und­ir versl­un og þjón­ustu. Miðað við þær for­send­ur þurfi bíla­stæði að verða um 2.000 tals­ins á Skeifu­svæðinu.

Upp­bygg­ing í Skeif­unni og ná­grenni er haf­in fyr­ir nokkru, t.d. á Orkureit og Grens­ás­vegi 1. Áformað er að hefja upp­bygg­ingu á fleiri reit­um. Til að mynda hafa verið kynnt­ar hug­mynd­ir að íbúðabyggð á lóðinni Suður­lands­braut 56. Á lóðinni stend­ur 715 fer­metra veit­inga­hús sem upp­haf­lega var reist fyr­ir ham­borg­arastaðinn McDon­alds en hýs­ir nú veit­ingastaðinn Metro.

Hús­in sem víkja. Skeif­an 7 (rautt) þar sem Elko var með versl­un um ára­bil og Skeif­an 9 (nær) þar sem Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar var lengi með höfuðstöðvar.

Á lóðunum tveim­ur viið Skeif­una standa nú tvö hús sem þurfa að víkja. Í Skeif­unni 7, reist 1967, var Elko með versl­un um ára­bil en henni var lokað og ný versl­un opnuð á öðrum stað í hverf­inu. Og í Skeif­unni 9, reist 1979, var Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar með höfuðstöðvar þar til þær voru flutt­ar í Skútu­vog fyr­ir nokkru. Sam­an­lögð stærð hús­anna sem rif­in verða er 5.775 fer­metr­ar.

Í bréfi skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, dags. 2. des­em­ber 2024, sem lagt var fyr­ir borg­ar­ráð, kem­ur fram að í vinnslu sé nýtt deili­skipu­lag fyr­ir lóðirn­ar. Gert er ráð fyr­ir niðurrifi á bygg­ing­um sem fyr­ir eru á lóðunum sök­um lé­legs ástands þeirra. Deili­skipu­lagstil­lag­an er unn­in af Kanon arki­tekt­um.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 19. des­em­ber.

Heimild: Mbl.is