Home Fréttir Í fréttum Bogi í Icelandair kaupir ein­býlis­hús af Pétri í Eykt

Bogi í Icelandair kaupir ein­býlis­hús af Pétri í Eykt

40
0
Bogi leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann ákvað að færa sig til, úr einu einbýlishúsinu í annað; hann keypti húsið af Pétri í Eykt en Pétur sér einmitt um að byggja milljarða byggingu fyrir Icelandair í Hafnarfirði. vísir/vilhelm

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur keypt sér 269,3 fm einbýlishús en svo heppilega vill til að fyrrverandi eigandi hússins er sá sem stýrir byggingu nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Icelandair.

<>

Bogi leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann festi kaup á fasteign. Pétur Guðmundsson í Eykt er eigandi hússins, en Eykt sér um að byggja nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir Icelandair sem er 4.800 m² að stærð á 3 hæðum. Það verður staðsett í Hafnarfirði.

Smartland Moggans fjallar um kaupin en þar á bæ er fylgst grannt með gangi mála á fasteignamarkaði. En þar er aðeins nefnt að Bogi og eiginkona hans Björk Unnarsdóttir, hafi keypt húsið af Hólm­fríði Lillý Ómars­dótt­ur en því sleppt að nefna að Hólmfríður er einmitt eiginkona Péturs í Eykt. Svona getur Ísland verið lítið. Húsið mun ekki hafa verið auglýst.

Kaup­in fóru fram 12. júlí á þessu ári og var húsið af­hent 1. sept­em­ber. Bogi og Björk greiddu 275.000.000 krónur fyr­ir húsið sem að sögn Smartlandsins er ákaflega glæsilegt. Þar kemur einnig fram að þau hjónin hafi átt einbýlishús við Dalhús í Grafarvogi, en það stoppaði stutt við á sölu: Bergrós Ingadóttir, sérfræðingur hjá Alvotech keypti það fyrir 175 milljónir króna.

Heimild: Visir.is