Home Fréttir Í fréttum Fjögur tilboð í gerð landfyllinga

Fjögur tilboð í gerð landfyllinga

222
0
Landfyllingar verða við báða enda brúarinnar Öldu. Tölvumynd/Efla/BEAM

Fjög­ur til­boð bár­ust í gerð land­fyll­inga og sjóvarna vegna ný­bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar Öldu yfir Foss­vog.

<>

Verkið er hluti af 1. lotu borg­ar­línu og upp­bygg­ingu fyr­ir þró­un­ar­svæði í Skerjaf­irði. Til­boð voru opnuð hjá Vega­gerðinni 6. nóv­em­ber sl.

Grafa og grjót ehf., Hafnar­f­irði, átti lægsta til­boðið eða krón­ur 892.359.500. Er það 390 millj­ón­um lægra en áætlaður verk­taka­kostnaður sem var krón­ur 1.282.627.290. Er til­boðið tæp­lega 70% af kostnaðaráætl­un.

Suður­verk hf. og Loftorka Reykja­vík ehf. buðu krón­ur 1.030.451.726, Ístak hf., Mos­fells­bæ, krón­ur 1.091.857.482 og Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar hf., Reykja­vík, krón­ur 1.292.618.241.

Þá hafa einnig verið opnuð til­boð í eft­ir­lit og ráðgjöf með útboðsverk­inu Foss­vogs­brú, land­fyll­ing­ar.

Eft­ir­tald­ir lögðu fram til­boð inn­an til­boðsfrests: Norconsult ehf., Kópa­vogi, VBV ehf., Kópa­vogi, VSB verk­fræðistofa ehf., Hafnar­f­irði, VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykja­vík, og Verkís hf., Reykja­vík.

Fljót­lega verða bjóðend­um til­kynnt­ar niður­stöður stiga­gjaf­ar og verðtil­boð hæfra bjóðenda.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is