Home Fréttir Í fréttum Nýtt baðlón verður opnað í sumar

Nýtt baðlón verður opnað í sumar

130
0
Bogadregnar línur einkenna lónið sem verður opnað næsta sumar. Teikning/T.ark arkitektar

Fyr­ir­hugað baðlón í Laug­ar­ási hef­ur fengið nafnið Laug­ar­ás Lagoon og er áformað að opna það næsta sum­ar, að sögn Hjalta Gylfa­son­ar, for­svars­manns Laug­ar­áss Lagoon.

<>

„Fram­kvæmd­ir ganga vel og eru á áætl­un. Ein­vala lið iðnaðarmanna kem­ur að verk­inu með okk­ur og er áformað að ljúka verk­leg­um fram­kvæmd­um í vor. Baðsvæðið og lög­un húss­ins ein­kenn­ast af hring­laga form­um, sem er krefj­andi í fram­kvæmd en með góðri sam­vinnu helstu sam­starfsaðila er sá hluti langt kom­inn,“ seg­ir Hjalti.

„Lóðin var upp­haf­lega keypt árið 2016 með það í huga að byggja hót­el með stóru baðsvæði. Síðan hef­ur hug­mynd­in þró­ast og breyst með það að mark­miði að byggja fyrst upp áfangastaðinn, baðlón og veit­ingastað, og síðan hót­el í kjöl­farið.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is