Home Fréttir Í fréttum Fá ekki að hækka Mjólkurfélagshúsið

Fá ekki að hækka Mjólkurfélagshúsið

24
0
Húsið númer 5 er stór bygging sem setur sterkan svip á miðborg Reykjavíkur. Ekki verður gerð á því breyting eins og áformað var. Morgunblaðið/sisi

Ekki fékkst leyfi hjá skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík til að hækka hús­in Hafn­ar­stræti 5-7 um tvær hæðir. Hækk­un­in var tal­in hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á mik­il­vægt al­menn­ings­rými við Toll­húsið í formi skugga­varps.

<>

Á fundi skipu­lags­full­trúa 16. maí 2024 var lögð fram fyr­ir­spurn um hækk­un hús­anna sam­kvæmt til­lögu Nordic Office of Architect­ure,

Á fundi skipu­lags­full­trúa 7. nóv­em­ber sl. var lögð fram um­sögn verk­efna­stjóra.

Óskað er eft­ir af­stöðu skipu­lags­full­trúa til hækk­un­ar hús­anna nr. 5 og 7 við Hafn­ar­stræti. Í dag eru bæði hús­in kjall­ari, þrjár hæðir og ris.

„Við end­ur­gerð Tryggvagötu fyr­ir þrem­ur árum síðan, eignuðum við nýtt al­menn­ings­rými þar sem mósaíklista­verk Gerðar Helga­dótt­ur fær að njóta sín ásamt nýj­um trjám, nýj­um bekk og öðrum setu­svæðum,“ seg­ir verk­efna­stjór­inn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is