Home Fréttir Í fréttum „Það er verið að byggja rangar íbúðir“

„Það er verið að byggja rangar íbúðir“

75
0
Framkvæmdir við nýtt íbúðarhúsnæði. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er verið að byggja rang­ar íbúðir. Við erum ekki að byggja fyr­ir íbúðamarkaðinn, við erum að byggja fyr­ir fjár­fest­inga­markaðinn,“ seg­ir Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands.

<>

Greint var frá því í gær að sam­tals hefðu sjö íbúðir af 160 selst á sex þétt­ing­ar­reit­um í Reykja­vík síðan í byrj­un síðasta mánaðar og að í raun hefði eng­in íbúð selst á þrem­ur reit­anna.

Langt yfir greiðslu­getu al­menns vinn­andi fólks
Finn­björn seg­ir Alþýðusam­bandið (ASÍ) hafa verið búið að marg­benda á að það litla sem sé verið að byggja í land­inu séu íbúðir fyr­ir fjár­fest­inga­markaðinn, frek­ar en íbúðir fyr­ir al­mennt vinn­andi fólk.

„Íbúðir sem þess­ar eru komn­ar langt upp fyr­ir greiðslu­getu al­menns vinn­andi fólks þannig ef það á að byggja fyr­ir al­menn­ing þá þarf að byggja ódýr­ari íbúðir. En það er ekki þar með sagt að þær þurfi að vera lak­ari held­ur þarf að byggja á ódýr­ari lóðum.

Síðan eru kannski stærðarmörk­in líka eitt­hvað sem þarf að skoða.“

Hægt að byggja hag­kvæm­ar
Seg­ir Finn­björn að íbúðirn­ar fari ef­laust á ein­hverj­um tíma en þá fari þær ekki til al­menns launa­fólks sök­um greiðslu­getu þess.

Nefn­ir hann þá að hægt sé að horfa til óhagnaðardrif­inna fé­laga eins og íbúðafé­lags­ins Bjargs sem bygg­ir fer­metr­ann á mun lægra verði en mörg önn­ur fé­lög.

„Þannig það er hægt að byggja mikið hag­kvæm­ar held­ur en verið er að gera þarna. Eða þá að verk­tak­arn­ir eru að taka of stór­an hlut í sinn skerf.“

Hann seg­ir þró­un­ina hafa verið að eiga sér stað yfir ákveðinn tíma.

„Þetta er búið að vera núna í nokk­urn tíma, það er ekki verið að byggja fyr­ir hinn al­menna borg­ara.“

Heimild: Mbl.is