Verkið felst í fullnaðarfrágangi að innan á nýrri leikskólabyggingu, sem byggð er við Varmahlíðarskóla í Varmahlíð. Heildarstærð nýrrar viðbyggingar er 555 m2.
Helstu verkþættir og magntölur:
- Raflagnir, bruna og öryggiskerfi, lampar og lýsing
- Loftræsting 470m2
- Lagnakerfi, hiti og neysluvatn
- Gólfhiti 472m2
- Léttir veggir 387 m2
- Gólfílögn 472 m2
- Gólfdúkur vinyl 389 m2
- Teppaflísar á gólf 58 m2
- Flísalögn gólfa 36 m2
- Niðurtekin kerfisloft 141 m2
- Niðutekin tréullarplötuloft 330 m2
- Steinullareinangrun með hljóðdúk í loft 425 m2
- Hljóðísogsklæðning á veggjum, tréullarplötur 41 m2
- Dúklagning vinyl á veggjum 77 m2
- Innihurðir 30 stk.
- Innigluggar 2 stk.
- Innréttingar 96 lm
- Málun og spörtlun steyptra innveggja 496 m2
- Málun og spörtlun léttra innveggja 607 m2
Upphaf framkvæmda 1.febrúar 2025.
Húsi skal skilað fullkláruðu til verkkaupa, eigi síðar en 1.september 2025.
Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 4. nóvember 2024.
Bjóðendur skili inn tilboðsblaði og tilboðsskrá ásamt fylgigögnum í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, fyrir kl. 14:00 þann 29. nóvember 2024.
Opnunardagur tilboða er kl. 14:00 þann 29. nóvember 2024.
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið johann@vaarkitektar.is