Home Fréttir Í fréttum Gróf mynd komin á stækkað skólahús Seyðfirðinga

Gróf mynd komin á stækkað skólahús Seyðfirðinga

10
0

Grófar frumtillögur að útliti stækkaðs grunnskóla Seyðfirðinga hafa nú verið kynntar fyrir þeim nefndum og ráðum Múlaþings sem að vinnunni koma með einum eða öðrum hætti.

<>

Á meðfylgjandi þrívíddarmynd má sjá það útlit skólahússins sem nú eru unnið með. Hér er þó einungis um vinnslutillögu að ræða sem gæti tekið töluverðum breytingum enda aðeins nýlega samið við arkitektahönnuðinn og útboð er enn í gangi varðandi alla verkfræðihönnun.

Að sögn Rúnars Matthíassonar, verkefnisstjóra, standa vonir til að allri hönnunarvinnu vegna stækkunarinnar verði lokið síðla næsta sumarið.

Gangi allt upp eins og í sögu, nægt fjármagn verði tryggt og byggingarframkvæmdir hefjist strax í kjölfarið yrði nýbyggingin aldrei tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í byrjun skólaársins 2026/2027.

Það töluvert síðar en heimastjórn Seyðisfjarðar hefur óskað eftir en í bókun hennar frá október 2022 er ákall um að framkvæmdir skuli hefjast eigi síðar en á yfirstandandi ári.

Heimild: Austurfrett.is