Home Fréttir Í fréttum Viðurkennir að ástandið varðandi vinnumansal sé ekki gott

Viðurkennir að ástandið varðandi vinnumansal sé ekki gott

58
0
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd: RUV

Ástandið hér á landi varðandi starfsmannaleigur og vinnumansal er ekki gott. Þetta viðurkenndi félags- og vinnumarkaðsráðherra á Alþingi í gær. Þingmaður Pírata lýsir furðu sinni á að þessi mál séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni.

<>

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist vera fyrstur til að viðurkenna að ástandið hér á landi sé ekki nógu gott hvað varðar starfsmannaleigur og vinnumansal. Þingmaður Pírata kallaði á Alþingi í dag eftir aðgerðum og undraðist að ríkisstjórnin hefði ekki sett málaflokkinn í forgang.

Kveikur fjallaði nýlega um vinnumansal og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði. Þar kom meðal annars fram að tugir, ef ekki hundruð, erlendra starfsmanna væru lokkaðir til landsins og síðan sviknir um laun. Margir byggju hrörlega en greiddu himinháa leigu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp við félags- og vinnumarkaðsráðherra á Alþingi í gær.

Heimild: Ruv.is