Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við stækkun virkjunar HS Orku í Svartsengi

Framkvæmdir við stækkun virkjunar HS Orku í Svartsengi

144
0
Mynd: Ístak hf.
Framkvæmdir við stækkun virkjunar HS Orka í Svartsengi fóru aftur á fullt þann 7. mars eftir mikla jarðhræringaatburði síðasta vetur.
Mynd: Ístak hf.
Mikill kraftur hefur verið settur í framkvæmdina á sama tíma og jarðhræringar hafa haldið áfram.
Mynd: Ístak hf.
Klæðningavinna á virkjuninni er langt komin og byrjað er að setja upp lagnakerfi og loftræsingu. Búið er að rífa gaflinn á eldri byggingu og byrjað er að setja upp palla og stiga. Vinnu við lagnir í jörðu miðar vel áfram og vonast er til að klára þær áður en vetur skellur á.
Mynd: Ístak hf.
Orkuverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er hvort tveggja framleidd raforka og heitt vatn. Jarðvarmavinnsla hófst árið 1976 og var orkuverið síðar byggt upp í sex áföngum á ríflega þremur áratugum.
Mynd: Ístak hf.
Framkvæmdirnar sem standa nú yfir eru sjöundi áfanginn sem felur bæði í sér aflaukningu og endurbætur á orkuverinu.