Leki kom upp nýverið á kaffistofu í Eddu, nýju húsi íslenskra fræða.
Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslu – Ríkiseigna, segir lekann hafa komið fram í rakaþéttingu loftræstikerfa þegar verið var að prufukeyra og fínstilla kerfin.
Ekki bilun og í raun ekki leki
„Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið bilun og í raun og veru ekki leki, heldur rakaþétting í loftræstikerfinu sem kom fram í prufukeyrslu, þegar samstæðan slökkti á sér.“
Handritin hafa ekki enn verið flutt í Eddu, hús íslenskra fræða. Óskar segir það vera vegna of hás rakastigs í nýlega steyptu húsinu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is