Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn

Framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn

164
0
Mynd: Ölfus Cluster

Framkvæmdir við höfnina eru í fullum gangi þessa dagana en markmið þeirra nú er að geta tekið á móti 200 m löngum skipum og snúið þeim innan hafnar.

<>

Næstu skref eru að fjölga viðlöguköntum og stækka athafnasvæði á landi.

Framkvæmdirnar eru aðkallandi þar sem að höfnin þarf að vaxa í takt við hina miklu uppbygging atvinnulífsins í Ölfusi og á Suðurlandi öllu.

Mynd: Ölfus Cluster

Á meðan að áfram heldur að gjósa á Reykjanesinu má segja að ef frá er talin Vestmannaeyjahöfn þá er Þorlákshöfn eina útflutningshöfn strandlengjunnar, allt frá Keflavík austur að Höfn í Hornfirði.

Á samatíma þrengir íbúðabyggð stöðugt að hafntengdri starfsemi á höfuðbrgarsvæðinu. Það er því nokkuð víst að áframhaldandi uppbygging Þorlákshafnar hefur aldrei verið brýnni ef ætlunin er að tryggja frekari hagvöxt á Íslandi.

Heimild: Ölfus Cluster