Home Fréttir Í fréttum Tveir slas­að­ir eftir vinnu­slys í Hafn­ar­firði

Tveir slas­að­ir eftir vinnu­slys í Hafn­ar­firði

102
0
RÚV / Ragnar Visage

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að vinnuslys varð í einingaverksmiðju í Hafnarfirði eftir hádegi í dag.

<>

Tilkynnt var um slysið um klukkan hálf þrjú í dag að sögn Skúla Jónssonar, stöðvarstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði.

Hann segir tvo starfsmenn einingaverksmiðjunnar hafa slasast í vinnusal í verksmiðjunni þegar þeir fengu í sig vír sem slitnaði. Vinnueftirlitinu hefur verið gert viðvart og málið er til rannsóknar segir Skúli.

Heimild: Ruv.is