Home Fréttir Í fréttum Fasteignasala á eignum í eigu ríkissjóðs færð til FSRE

Fasteignasala á eignum í eigu ríkissjóðs færð til FSRE

164
0
Ljósmyndari: Helgi Vignir Bragason

FSRE annast það hlutverk að bjóða fasteignir, jarðir og aðrar eignir í eigu ríkissjóðs til sölu.

<>

FSRE hefur tekið við umsjón með sölu á fasteignum í eigu ríkisjóðs af Ríkiskaupum sem nú hefur sameinast Fjársýslunni. Undir eignasölu felst sala á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og jörðum.

Breyting þessi tók gildi í ágúst í kjölfar nýrrar reglugerðar um ráðstöfun og öflun eigna ríkisins nr. 892/2024,

Reglugerð nr. 892/2024 6. gr.

FSRE annast það hlutverk að bjóða fasteignir, jarðir og aðrar eignir í eigu ríkissjóðs sem verðgildi hafa, til sýnis og sölu með opinberri auglýsingu. Í auglýsingu skal taka fram hvar nánari upplýsingar eru veittar, skilafrest tilboðs, ásamt öðrum þeim atriðum er söluna varða. Lágmarksverð skal ákveðið fyrirfram af fjármála- og efnahagsráðuneyti að fenginni tillögu frá FSRE. FSRE leggur mat á tilboð sem berast og gerir tillögu til fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem ákvarðar hvaða tilboði er tekið í samráði við meðeigendur ef við á.

Allar fasteignir og jarðir eru auglýstar í fjölmiðlum. Fylgjast má með fasteignaauglýsingum á fasteignavef Morgunblaðsins og fasteignavef visir.is

Til að bjóða í fasteign er hægt að skila inn rafrænu kauptilboði.

Heimild: FSRE.is