Home Fréttir Í fréttum Áætlanir til um varnargarða

Áætlanir til um varnargarða

74
0
Mökkur frá þeim gígum sem virkastir eru í eldgosinu var ansi myndarlegur í gær og sást víða að. Gas og reykur frá gróðureldum komu þar saman og mynduðu mökkinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sér­fræðing­ar telja að ekki þurfi að grípa til neinna ráðstaf­ana eins og staðan er í dag, en við höf­um skoðað hvaða ráðstaf­an­ir þurfi að gera.

<>

Þær ráðstaf­an­ir sem eru lík­leg­ast­ar eru varn­argarðar,“ seg­ir Berþóra Krist­ins­dótt­ir, full­trúi Vega­gerðar­inn­ar í sam­hæf­ing­armiðstöð al­manna­varna, spurð hvort ástæða sé til að hefja vinnu við gerð varn­argarða við Reykja­nes­braut vegna eld­goss­ins sem nú er í gangi.

Bergþóra seg­ir Vega­gerðina fylgj­ast grannt með fram­vindu hraun­flæðis­ins en það er að mestu til norðurs og vest­urs í átt að Reykja­nes­braut. Fram­rás­in er hæg og fjar­lægðin milli hrauns­ins og Reykja­nes­braut­ar um fimm kíló­metr­ar.

Bergþóra seg­ir eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar en til séu áætlan­ir um hvað þurfi að gera til að verja Reykja­nes­braut þegar og ef hraun­rennslið ógni henni.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is