„Sérfræðingar telja að ekki þurfi að grípa til neinna ráðstafana eins og staðan er í dag, en við höfum skoðað hvaða ráðstafanir þurfi að gera.
Þær ráðstafanir sem eru líklegastar eru varnargarðar,“ segir Berþóra Kristinsdóttir, fulltrúi Vegagerðarinnar í samhæfingarmiðstöð almannavarna, spurð hvort ástæða sé til að hefja vinnu við gerð varnargarða við Reykjanesbraut vegna eldgossins sem nú er í gangi.
Bergþóra segir Vegagerðina fylgjast grannt með framvindu hraunflæðisins en það er að mestu til norðurs og vesturs í átt að Reykjanesbraut. Framrásin er hæg og fjarlægðin milli hraunsins og Reykjanesbrautar um fimm kílómetrar.
Bergþóra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar en til séu áætlanir um hvað þurfi að gera til að verja Reykjanesbraut þegar og ef hraunrennslið ógni henni.
Nánar í Morgunblaðinu.
Heimild: Mbl.is