Home Fréttir Í fréttum Háskóli Íslands: Nýr hornstein lagður að Sögu húsinu.

Háskóli Íslands: Nýr hornstein lagður að Sögu húsinu.

47
0
Mynd: Facebooksíða Ístaks 
Það var glatt á hjalla í Sögu í gær þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, lögðu nýjan hornstein að húsinu.
Mynd: Facebooksíða Ístaks
Farið var af stað í endurbætur á húsinu árið 2022 og er þær langt komnar á veg en reikna má með að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands flytji inn í húsið síðar í haust.
Mynd: Facebooksíða Ístaks
„Saga stendur í hjarta háskólasvæðisins og mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta. Í húsinu verður Menntavísindasvið HÍ, margvísleg önnur háskólastarfsemi og stúdentaíbúðir auk þess sem þar verður fjölbreytt þjónusta sem mun laða að sér gesti og gangandi.
Mynd: Facebooksíða Ístaks
Saga á sér glæsta sögu en nú er komið að kaflaskilum og við leggjum ríka áherslu á að færa húsið inn í nýja tíma og að þar verði blómleg og lifandi starfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Heimild: Facebooksíða Ístaks