Home Fréttir Í fréttum Stærsta íbúðaverkefnið sem hlotið hefur svansvottun

Stærsta íbúðaverkefnið sem hlotið hefur svansvottun

112
0
MótX hlaut í gær sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Hringhamri í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbæ

Ný­bygg­ing­in að Hring­hamri 9-19 á Hamra­nessvæðinu í Hafnar­f­irði er stærstaíbúðaverk­efni sem hlotið hef­ur svans­vott­un á Íslandi. 36 íbúðir voru vottaðar og hafa aldrei fleiri íbúðir hlotið vott­un­ina í einu.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, var viðstadd­ur af­hend­ing­una.

„Það er góð fjár­fest­ing þegar bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði ákveða það að veita af­slátt af gjöld­um,“ er haft eft­ir Guðlaugi Þór.

Alls eru 30% af bygg­ing­ar­verk­efn­um í svans­vott­un­ar­ferli í Hafnar­f­irði og alls 45% íbúðar­hús­næðis í vott­un­ar­ferli, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Um­hverf­is­stofn­un­ar.

End­ur­greiða hluta lóðar­verðsins

„Bæj­ar­fé­lagið hef­ur lagt sitt af mörk­um til að hvetja til um­hverf­i­s­vænna bygg­inga með því að end­ur­greiða hluta lóðaverðsins. Þessi áfangi er upp­skera þeirr­ar ákvörðunar. Ég óska MótX til ham­ingju,“ seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Svan­in­um MótX hafi í dag hlotið sitt fyrsta svans­leyfi fyr­ir ný­bygg­ingu að Hring­hamri í Hafnar­f­irði. Þar kem­ur fram að verk­efnið sé eitt af þrem­ur áföng­um fyr­ir­tæk­is­ins sem í svans­vott­un­ar­ferli.

„Við hjá MótX höf­um hingað til byggt tölu­verðan fjölda íbúða í sam­ræmi við kröf­ur Svans­ins hvað varðar heil­næmt loft með loftræsi­kerf­um, ljós­a­stýr­ingu, hljóðvist og svo fram­veg­is og vor­um við því komn­ir vel á veg með að upp­fylla kröf­ur Svans­ins,“ er haft eft­ir Þresti Má Sig­urðssyni, verk­efna­stjóra hjá MótX, en í heild­ina verða 164 íbúðir vottaðar þegar öll­um áföng­un­um er lokið.

Heimild: Mbl.is