Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrra.
Engar eignir voru í búi Byggás ehf. en samkvæmt Lögbirtingablaði voru lýstar kröfur í búið um 223 milljónir króna.
Byggás var í 100% eigu Hjálmars Árnasonar sem jafnframt var framkvæmdastjóri fyrirtækisins en samkvæmt síðasta ársreikningi Byggás tapaði félagið 33 milljónum króna árið 2022.
Tekjur félagsins á árinu voru 494 milljónir og eignir félagsins í árslok voru metnar á 328 milljónir.
Í febrúar árið 2023 var Hjálmar dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 207 milljón króna sekt í ríkissjóð fyrir stórfellt skattalagabrot.
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness var um að ræða í annað sinn á innan við ári sem Hjálmar var dæmdur fyrir meiri háttar skattalagabrot.
Hjálmar var ákærður fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri Byggás ekki greitt virðisaukaskatt né staðgreiðslu frá lokum árs 2019 til fyrri hluta ársins 2021 upp á samtals rúmlega 100 milljónir króna.
Nam ógreiddur virðisaukaskattur samtals um 23,4 milljónum, en ógreidd staðgreiðsla um 78 milljónum.
Hann játaði brot sín fyrir dómi en þar sem um annað brot á skömmum tíma var að ræða fékk hann þyngri refsingu en alla.
Byggás var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2021 en sem fyrr segir lauk þeim í vor og birtist tilkynning þess efnis í Lögbirtingablaðinu í dag.
Heimild: Vb.is