Home Fréttir Í fréttum Ekkert fékkst upp í 223 milljón króna kröfur í Byggás

Ekkert fékkst upp í 223 milljón króna kröfur í Byggás

117
0
Héraðsdómur Reykjaness dæmid Hjálmar árið 2023. Mynd úr safni. Ljósmynd: Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrra.

<>

Engar eignir voru í búi Byggás ehf. en sam­kvæmt Lög­birtinga­blaði voru lýstar kröfur í búið um 223 milljónir króna.

Byggás var í 100% eigu Hjálmars Árna­sonar sem jafn­framt var fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins en sam­kvæmt síðasta árs­reikningi Byggás tapaði fé­lagið 33 milljónum króna árið 2022.

Tekjur fé­lagsins á árinu voru 494 milljónir og eignir fé­lagsins í árs­lok voru metnar á 328 milljónir.

Í febrúar árið 2023 var Hjálmar dæmdur í eins árs skil­orðs­bundið fangelsi og gert að greiða 207 milljón króna sekt í ríkis­sjóð fyrir stór­fellt skatta­laga­brot.

Sam­kvæmt dómi Héraðs­dóms Reykja­ness var um að ræða í annað sinn á innan við ári sem Hjálmar var dæmdur fyrir meiri háttar skatta­laga­brot.

Hjálmar var á­kærður fyrir að hafa sem fram­kvæmda­stjóri Byggás ekki greitt virðis­auka­skatt né stað­greiðslu frá lokum árs 2019 til fyrri hluta ársins 2021 upp á sam­tals rúm­lega 100 milljónir króna.

Nam ó­greiddur virðis­auka­skattur sam­tals um 23,4 milljónum, en ó­greidd stað­greiðsla um 78 milljónum.

Hann játaði brot sín fyrir dómi en þar sem um annað brot á skömmum tíma var að ræða fékk hann þyngri refsingu en alla.

Byggás var tekið til gjald­þrota­skipta árið 2021 en sem fyrr segir lauk þeim í vor og birtist til­kynning þess efnis í Lög­birtinga­blaðinu í dag.

Heimild: Vb.is