Home Fréttir Í fréttum Heildar­fjár­festing Þór­kötlu um 65 milljarðar

Heildar­fjár­festing Þór­kötlu um 65 milljarðar

29
0
Félagið hefur tekið við um 650 eignum. Mynd: Vb.is

Fé­lagið hyggst bjóða fyrrum eig­endum hús­næðis upp á bæði leigu­samninga og svo­kallaða holl­vina­samninga.

<>

Fast­eigna­fé­lagið Þór­katla hefur gengið frá kaupum á 852 fast­eignum í Grinda­vík eða 93% þeirra sem sótt hafa um, sam­kvæmt til­kynningu frá fé­laginu.

Fé­lagið hefur tekið við um 650 eignum sam­hliða því að unnið er að loka­upp­gjöri við selj­endur og frá­gangi af­sala. Fé­laginu hafa alls borist 917 um­sóknir, auk 18 um­sókna frá bú­setu­réttar­höfum.

Heildar­fjár­festing fé­lagsins til þessa er rúmir 65 milljarðar króna. Þar af eru kaup­samnings- og af­sals­greiðslur tæpir 45 milljarðar og yfir­tekin hús­næðis­lán rúmir 20 milljarðar.

„Það er á­nægju­legt að okkur hefur nú þegar tekist að koma rúm­lega 850 fjöl­skyldum í Grinda­vík til hjálpar í þessum erfiðu að­stæðum.

Fram undan er vissu­lega á­kveðin bið­staða en við vonum að náttúru­öflin verði okkur að lokum hlið­holl svo huga megi að fram­tíð og upp­byggingu Grinda­víkur fljót­lega aftur.“ segir Örn Viðar Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Fast­eigna­fé­lagsins Þór­kötlu.

Holl­vina­samningur um af­not af húsum í boði
Sam­kvæmt til­kynningu hyggst fé­lagið bjóða fyrrum eig­endum hús­næðis í Grinda­vík upp á bæði leigu­samninga og svo­kallaða holl­vina­samninga, en for­senda þeirra er þó að öruggt sé talið að dvelja í Grinda­vík.

„Holl­vina­samningur mun byggja á sam­starfi Þór­kötlu við selj­endur eignanna um um­hirðu, minni háttar við­hald og al­mennt eftir­lit með eignunum. Á­kvörðun um fram­kvæmd þessara samninga verður tekin um leið og að­stæður leyfa,“ segir í til­kynningunni.

Heimild: Vb.is