Í byrjun júlí var síðasta hluti þaks bílastæða og tæknihússins steyptur. Þá verður steypuvinnu að mestu lokið. Vinna við innanhússfrágang er í fullum gangi.
Verið er að einangra og múra veggi í tæknihluta hússins. Einnig er verktaki að slípa veggi og plötur auk þess er rafmagnsvinna hafin.
Verktaki er að steypa upp lagnagang er liggur á milli bílastæða – og tæknihúss og rannsóknahúss.
Einnig er hafin vinna við tengigang norður sem mun liggja frá bílastæðahluta hússins að rannsóknahúsi og meðferðarkjarna.
Stefnt er að því að taka bílastæðahlutann í notkun í byrjun árs 2025.
Heimild: NLSH.is