Í dag undirritaði Grímsnes- og Grafningshreppur verksamning við Alefli ehf um viðbyggingu á íþróttahúsi á Borg í Grímsnesi.
Í byggingunni er gert ráð fyrir skrifstofuhúsnæði á efri hæð og góðri líkamsræktaraðstöðu og aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara á neðri hæð. Viðbyggingin tengist við austurgafl íþróttamiðstöðvarinnar og verður á tveimur hæðum með heildarflatarmál um 670m². Líkamsrækt og sjúkraþjálfun ásamt stoðrýmum verða á 1. hæð en á 2. hæð verða skrifstofur og stoðrými.
Fimm verktakafyrirtæki buðu í verkið og hljóðaði tilboð Alefli upp á 418 milljónir króna en það er rúmlega 10% yfir kostnaðaráætlun Grímsnes- og Grafningshrepps sem er tæpar 380 milljónir króna.
Heimild:Sunnlenska.is