Home Fréttir Í fréttum Nettó mun opna við Keflavíkurflugvöll

Nettó mun opna við Keflavíkurflugvöll

59
0
Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Nettó við fyrstu skóflustunguna á nýrri verslun Nettó. Ljósmynd/Aðsend

Ný versl­un Nettó mun opna á Aðal­torgi í Reykja­nes­bæ í bráð. Versl­un­in verður í þriggja mín­útna fjar­lægð frá Kefla­vík­ur­flug­velli sem mun auðvelda ferðalöng­um aðgengi að versl­un og þjón­ustu á leið til eða frá land­inu.

<>

Fyrsta skóflu­stung­an fyr­ir versl­un­ina var tek­in í síðustu viku en versl­un­in verður 1400 fer­metr­ar að flat­ar­máli og verður ein að græn­um versl­un­um Nettó.

„Það er mik­ill heiður fyr­ir okk­ur að fá að taka þátt í þeirri miklu upp­bygg­ingu sem á sér stað á svæðinu.

Versl­un­in er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í sam­starfi við aðstend­ur Aðal­torgs og við erum gíf­ur­lega spennt fyr­ir því að taka þátt í ferl­inu frá upp­hafi,“ er haft eft­ir Gunni Líf Gunn­ars­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar- og mannauðssviðs hjá Sam­kaup­um í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is