Home Fréttir Í fréttum Engar kröfur um menntun eða hæfni

Engar kröfur um menntun eða hæfni

77
0
Slökkvilið borgarinnar er kallað út fjórum sinnum á ári, að meðaltali, vegna íkveikju frá þakpappalögn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur verið kallað út 40 sinn­um á síðustu tíu árum vegna bruna af völd­um þakpappa­vinnu. Eng­ar kröf­ur eru gerðar um mennt­un eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappa­lögn.

<>

Spurn­ing­ar vakna um hvernig ör­ygg­is- og hæfnis­kröf­um sé mætt vegna vinnu iðnaðarmanna við lagn­ingu og bræðslu tjörupappa, eft­ir að gríðarlegt tjón varð vegna elds­voðans í Kringl­unni um síðustu helgi.

Regína Valdi­mars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri bruna­varn­ar­sviðs Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, HMS, seg­ir rann­sókn­ar­skyldu hvíla á stofn­un­inni þegar stór­fellt eigna­tjón verður eins og í Kringl­unni.

„Hér þarf að bæta úr“

„Í dag eru eng­ar kröf­ur í reglu­verk­inu um mennt­un eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappa­lögn og þetta eru göt sem þarf að stoppa upp í. Ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um þurfa aðilar að hafa ákveðin rétt­indi eða viður­kenn­ingu eft­ir að hafa sótt nám­skeið. Hér þarf að bæta úr, með því að halda nám­skeið og tryggja með reglu­verki að þeir sem sinna þess­um verk­um séu hæf­ir til þess,“ seg­ir Regína.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is