Borgarráð ætlar að selja eignir til hagræðingar. Toppstöðin í Elliðaárdal er illa farin og einangruð með asbesti en borgarstjóri segir ekki hugmyndina að selja hana til niðurrifs. Einnig stendur til að selja eignir sem skila hagnaði í borgarsjóð.
Toppstöðin í Elliðaárdal er meðal þeirra eigna sem Reykjavíkurborg hefur sett á sölu til hagræðingar, en um tíma stóð til að rífa húsið sem er illa farið og einangrað með asbesti. Borgarstjóri segir það þó ekki ónýtt og telur marga möguleika til uppbyggingar.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að selja eignir. Þeirra á meðal eru Toppstöðin í Elliðaárdal, bílastæði í kjallara Hörpu og Perlan.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ekki standa til að selja Toppstöðina í hefðbundnu söluferli. Farið verði í hugmyndasamkeppni sem gildir 25% á móti verði við mat kauptilboða.
„Við viljum fá hérna starfsemi sem að samræmist anda staðarins,“ segir Einar.
Um tíma stóð til að rífa húsið sem er illa farið og einangrað með asbesti. Einar segir að það sé ekki hugmyndin að selja það til niðurrifs, hann telur það ekki ónýtt.
„Þróunin hefur verið sú að byggingargeirinn hefur verið að endurnýta betur steypu og endurnýta gömul hús betur. Við þurfum bara að sjá til.
Ég meina, ef það kemur ekkert tilboð þá erum við bara á
Eignirnar eru seldar til að bregðast við hallarekstri borgarinnar. Einar segir að tekjurnar af sölu Toppstöðvarinnar og annarra eigna sem ákveðið hafi verið að hefja söluferli á fari meðal annars í niðurgreiðslu skulda.
„Við erum að hagræða í rekstri borgarinnar. Borga niður skuldir en líka ráðast í mikilvæga uppbyggingu.“
Ekki verið að selja mjólkurkýr borgarinnar
Einar segir Reykjavíkurborg ekki vera að selja mjólkurkýr sínar þótt að selja eigi eignir sem hafi skilað tekjum; bílastæði í kjallara Hörpu og Perluna.
„Ég held að það sé ágætt að koma þessu í sölu og sjá hvaða verðtilboð koma. Hvað Perluna varðar þá var hún skuldabaggi á sínum tíma en það hefur tekist að snúa rekstrinum við og núna er þetta hús sem skilar tekjum en ég sé enga ástæðu til þess að borgin eigi þetta hús.“
Er ekki einmitt öfugsnúið þegar reksturinn hefur snúist við að reyna þá að selja?
„Ekkert endilega, við fáum áfram fasteignagjöld af þessari byggingu eins og öðrum byggingum í borginni og ég held að þetta sé bara ákveðið tækifæri.“
áfram. Þannig að af hverju ekki að láta á þetta reyna. Þetta eru verðmæti sem borgarbúar eiga og ef við seljum þetta fyrir góðan pening þá fáum við góða starfsemi hérna og tekjur í kassann.“
Heimild: Ruv.is