Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna frágang lóðar við Kvíslarskóla í Mosfellsbæ.
Verkefnið felst í að grafa frá kjallaraveggjum, leggja fráveitu- og jarðvatnslagnir á suðurhluta hússisns og tengja við núverandi fráveitu kerfi. Einnig að sinna viðhaldi á steyptum flötum, vatnsverja og einangra. Þá skal fylla og jafna aftur að veggjum og skila lóð í sama ásigkomulagi og verktaki tók við henni. Auk þess skal koma fyrir snjóbræðlu í lóð og framkvæma yfirborðsfrágang lóðar.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Gröftur 220 m3
Fylling jarðvegs 355 m3
Frárennslislagnir – Regnvatnslögn 70 m
Frárennslislagnir – Jarðvatnslögn 40 m
Frárennslislagnir – Skólplögn 40 m
Flötur á kjallaravegg – frágangur 65 m2
Snjóbræðsla – heildarlengd 1760 m
Malbik 530 m2
Hellulögn 500 m2
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti í gegnum mos@mos.is frá og með kl. 13:00 á miðvikudaginn 29. maí 2024.
Tilboðum skal skila á mos@mos.is eigi síðar en fimmtudaginn 13. júní kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.