Þann 2. maí 2024 var staðan á lögnum og rafmagni í meðferðarkjarna Nýs Landspítala er sem hér segir:
Núna er lokið að setja upp hitablásara ásamt stofnlögnum í K2, K1 og öllum stöngum auk þess sem lokið hefur verið við að tengja hitablásara á K2, K1 og stöngum 1 og 2.
Búið er að koma fyrir tveimur 2 MW varmaskiptum á K1, verið er að vinna í tengigrind og verið er að vinna við frárennslislagnir og affallslögn fyrir bakrás hitaveitu.
Rafmagnsmál: Lokið hefur verið við að koma stofntöflum fyrir á K1 og dreifitöflum á K1, K2 upp stöng 1 og lýsing komin á K1, K2 og 2. hæð í öllum stöngum og auk þess er verið að vinna við lýsingu á 3. Hæð. Varaflsvél hefur verið komið fyrir og hún tengd.
Heimild: NLSH.is