Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Gatnagerð á Þingeyri, fráveitulögn og uppsetning hreinsistöðvar“.
Dagsetning opnunar: 7. maí 2024
Í verkinu fellst að grafa fyrir fráveitulögnum, leggja nýjar lagnir og tengja við núverandi lagnir.
Leggja brunna, dælubrunna og loka á lagnirnar, steypa undirstöðu undir hreinsistöð og tengja hreinsistöðina við sökkulinn ásamt því að tengja lagnir inn í hreinsistöðina.
Stærð hreinsistöðvar er L x B x H: 6,0 m x 2,2 m x 2,5 m. Leggja niðurfallalagnir og skolplagnir ásamt styrktar- og burðarlagi í Hafnarstræti.
Helstu stærðir eru:
Gröftur í götustæði 1.840 m³
Holræsalagnir 660 m
Vatnslagnir 260 m
Styrktarlag 800 m³
Burðarlag 390 m³
Verkinu skal vera að fullu lokið 30. desember 2024.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti til þeirra sem þess óska frá og með 22. apríl 2024. Sendið tölvupóst á aj@verkis.is og óskið eftir gögnum
Tilboðin verða opnuð í fundarsal Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 7. maí 2024 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.