Mýrdalshreppur efnir í samráði við Arkitektafélag Íslands til framkvæmdasamkeppni um verkefnið Austurbyggð Víkur – skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
Markmið samkeppninnar er að gera tillögu að fjölbreyttu og lifandi íbúðarhverfi í tengslum við verslun- og þjónustu með fallegt og spennandi heildaryfirbragð.
Tillagan taki mið af skuldbindingum sveitarfélagsins um íbúðauppbyggingu og lóðaframboð til næstu ára og sjónarmiðum sem komu fram í íbúakönnun.
Hverfið endurspegli heildarsvip og staðaranda bæjarins, sérstöðu hans og sögu. Horft verður til samspils íbúðarbyggðar og verslunar- og þjónustu á svæðinu og það hvernig ný íbúðarbyggð tengist bænum og náttúrunni umhverfis Vík.
Samkeppnislýsingu og nánari upplýsingar má nálgast á vef Arkitektafélags Íslands.
Heimild: Vik.is