Home Fréttir Í fréttum Harmar söluna en skilur hluthafa vel

Harmar söluna en skilur hluthafa vel

288
0
Drög að fjölbýlishúsunum á einni lóðinni á Ártúnshöfða. Teikning/JVST arkitektar/Þorpið vistfélag

Fast­eigna­fé­lagið Skuggi 4 ehf. greiðir um tíu millj­arða króna fyr­ir bygg­ing­ar­heim­ild­ir á Ártúns­höfða.

<>

Selj­andi var Þorpið 6 ehf., dótt­ur­fé­lag Þorps­ins vist­fé­lags, en um var að ræða um 80 þúsund fer­metra bygg­ing­ar­heim­ild­ir. Það er held­ur meira en skilja mátti af frétt Morg­un­blaðsins um söl­una í gær.

Þar kom fram að ekki var ein­hug­ur inn­an Þorps­ins um söl­una.

Áslaug Guðrún­ar­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Þorps­ins vist­fé­lags og eig­andi Blævængs, kveðst afar leið yfir kaup­um Skugga á lóðum Þorps­ins á Höfða.

Kort/​mbl.is

„Mín viðbrögð eru að ég er afar sorg­mædd yfir þess­ari niður­stöðu. Við fáum þá ekki að halda áfram að gera það sem við ætluðum að gera sem er að byggja íbúðir í nýj­um borg­ar­hluta og hafa þannig áhrif á hvers kon­ar hús verða byggð og hvers kon­ar sam­fé­lag verður á svæðinu. Mér finnst um­hugs­un­ar­vert að þetta skuli geta gerst en ég er svo­lítið ný í þess­um bransa,” seg­ir Áslaug.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is