Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna gangstéttasteypu og frágangs á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ.
Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a nágranna, umferð íbúa sem og annara verktaka í og við framkvæmdasvæði.
Um er að ræða vinnu við gerð gangstétta og tilheyrandi frágangs vegna nýframkvæmda og viðhalds bæði í nýjum og eldri hverfum Mosfellsbæjar.
Samningar ná til 1. nóvember 2024 með möguleika á framlengingu til tveggja ára, eitt ár í senn.
Helstu magntölur:
- Steyptar stéttar: 1600 m2
- Kantsteinar: 1550 m
- Uppúrtekt og fylling: 900 m3
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti í gegnum mos@mos.is frá og með kl. 13:00 á þriðjudaginn 9. apríl 2024.
Tilboðum skal skila á mos@mos.is eigi síðar en þriðjudaginn 30. apríl kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.