Home Fréttir Í fréttum Arkitema hefur starfsemi á Íslandi

Arkitema hefur starfsemi á Íslandi

130
0
Hallgrímur Þór starfaði hjá Arkitema í 11 ár, bæði í Árósum og í Kaupmannahöfn. Ljósmynd: Aðsend mynd

Danska arkitektastofan Arkitema, sem er í eigu COWI, hefur opnað útibú á Íslandi.

<>

Danska arkitektastofan Arkitema, sem er í eigu COWI, hefur opnað útibú á Íslandi. Hallgrímur Þór Sigurðsson, arkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture, mun leiða starfsemina hér á landi.

COWI festi kaup á Arkitema árið 2018 og voru það þá ein stærstu fyrirtækjakaup sem orðið hafa á dönskum ráðgjafamarkaði til þessa.

Í tilkynningu segir að opnun íslenska útibúsins hafi verið eðlilegt skref en COWI keypti ráðgjafar- og verkfræðifyrirtækið Mannvit í lok maí 2023.

„Jákvæð þróun er á íslenska markaðnum og við sjáum tækifæri varðandi heildræna stefnumótun í hönnun innviða og mannvirkja.

Markaðurinn getur notið góðs af þeirri kunnáttu sem við hjá Arkitema búum yfir, til að mynda innan heilbrigðis- og orkugeirans og í samvinnu við nýja samstarfsfólkið okkar hjá COWI á Íslandi getum við boðið upp á þaulreyndar og vandaðar lausnir,“ segir Glenn Elmbæk, framkvæmdastjóri Arkitema.

Skrifstofa Arkitema á Íslandi opnaði formlega fyrir tveimur dögum síðan í höfuðstöðvum COWI á Íslandi og er þar með níunda útibúið á Norðurlöndunum.

Heimild: Vb.is