Home Fréttir Í fréttum „Mjög bagalegt að missa námuna“

„Mjög bagalegt að missa námuna“

162
0
Hraunflæði úr gosinu sem hófst 16. mars. Mynd úr safni. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraun flæðir nú ofan í Mel­hóls­námu sem ligg­ur við Haga­fell norður af Grinda­vík.

<>

Nám­an hef­ur verið notuð við upp­bygg­ingu varn­argarðanna á svæðinu. Hraun­flæði ofan í námuna ætti þó ekki að hafa áhrif á áætlan­ir um hækk­un varn­argarða.

Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, fylg­ist með stöðu mála á svæðinu og seg­ir ekki margt annað til ráða en að bíða og sjá hvað verður. Al­var­legt sé að hraunið leiti mikið í átt að görðunum.

Hann hef­ur einnig fylgst með Mel­hóls­námu og seg­ir að um sé að ræða gamla efnis­töku­námu sem átti að loka, en í ljósi þess að farið var í að byggja varn­argarða á svæðinu var hún tek­in í not að nýju.

Hún hef­ur því komið að góðum not­um síðustu mánuði.

Hef­ur ekki áhrif á hækk­un varnag­arða
Ari Guðmunds­son, verk­fræðing­ur hjá Verkís, seg­ir hraun­flæði í námuna ekki hafa áhrif á þá hækk­un á varn­ar­görðunum sem verið er að ráðast í núna.

„Búið var að gera ráð fyr­ir því að ná í efni ann­ars staðar frá, en þetta er mjög baga­legt að missa námuna því við höf­um þurft á henni að halda í frek­ari fram­kvæmd­ir á svæðinu, vega­gerðir og annað,“ seg­ir Ari.

Þá bæt­ir hann við að verið sé að sækja efni í hækk­un­ina úr þeim rás­um sem verk­tak­ar hafa myndað meðfram varn­ar­görðunum. Vinna við hækk­un­ina er ekki haf­in.

„Það er ennþá verið að spýta upp efni og vinna í gerð vinnu­vega til þess að geta byrjað hækk­un­ina.“

Sú vinna mun halda áfram fram á nótt. Slæmt veður hef­ur verið á svæðinu en það ætti ekki að hafa áhrif á vinnu á svæðinu, seg­ir Ari.

Heimild: Mbl.is