Home Fréttir Í fréttum WOW air fær lóð undir höfuðstöðvar á Kársnesi

WOW air fær lóð undir höfuðstöðvar á Kársnesi

91
0
Skúli Mogensen
Bæjarráð Kópavogs ákvað á fundi sínum á miðvikudag að úthluta flugfélaginu Wow Air lóð númer 38a og b við Vesturvör á Kársnesi undir nýjar höfuðstöðvar félagsins. Þá samþykkti bæjarráð einnig að teknar yrðu upp frekari viðræður við félagið um nánari útfærslu hugmynda flugfélagsins um staðsetningu hótelbyggingar vestast á Kársnesi.

Wow air óskaði í byrjun október. eftir lóð undir höfuðstöðvar félagsins sem hafa verið til húsa við Katrínartún í Reykjavík.  Á hringtorginu þarskammt frá er skúlptúr eftir Rafael Barrios sem Skúli Mogensen, eigandi WOW air, lánaði Reykjavíkurborg.

<>

Nýju höfuðstöðvarnar eiga að vera 9.000 fermetrar, nútímalegar og þar á að leggja áherslu á tengslin við sjávarsíðuna og náttúruna. Áætluð bílastæðaþörf er um 200 stæði, að því er fram kom í bréfi Skúla til Kópavogsbæjar í október á síðasta ári og visir.is greindi frá.

Mbl.is greindi svo frá því um miðjan þennan mánuð að fyrirtækið hefð einnig óskað eftir lóð á Kársnesi undir hótel.  Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði í samtali við vefinn að málið væri á frumstigi en þetta væri spennandi hugmynd.

WOW air skilaði rúmlega milljarði í hagnað á síðasta ári.

Icelandair er einnig að stækka við sig. Flugfélagið óskaði í janúar eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar til að stækka höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri.

Heimild: Rúv.is