Home Fréttir Í fréttum Segir holan hljóm í gagnrýni á Fossvogsbrú

Segir holan hljóm í gagnrýni á Fossvogsbrú

77
0
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs, seg­ir hol­an hljóm í gagn­rýni á auk­inn kostnað við nýja brú yfir Foss­vog þegar ekki sé horft til þess hvernig kostnaðarmat við aðrar fram­kvæmd­ir hef­ur á sama tíma auk­ist mikið.

<>

Tek­ur hann sem dæmi bæði vega­fram­kvæmd­ir inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins og á lands­byggðinni sem hafa sum meira en tvö­fald­ast. Þetta kem­ur fram í færslu Dags á Face­book.

Í færsl­unni gagn­rýn­ir Dag­ur það sem hann seg­ir vera „hol­ur hljóm­ur“ í áhuga þing­manna og Morg­un­blaðsins á kostnaðaráætl­un brú­ar­inn­ar.

Hef­ur nokkuð verið fjallað um auk­inn kostnað við brúna í blaðinu und­an­farn­ar vik­ur eft­ir að ljóst varð að heild­ar­kostnaðarmat geri nú ráð fyr­ir 8,8 millj­örðum í fram­kvæmd­ir við brúna, land­mót­un og land­fyll­ingu. Hafði verðmiðinn í sept­em­ber á síðasta ári verið upp á 7,5 millj­arða.

Nán­ari út­list­un á kostnaði sýn­ir að áætlaður kostnaður við brúna er 6,7 millj­arðar króna en kostnaður við land­mót­un og yf­ir­borðsfrá­gang er áætlaður 2,1 millj­arður króna, en í frumdrög­um að fyrstu lotu borg­ar­línu, sem kynnt var í fe­brú­ar 2021, var áætlaður kostnaður við brúna sjálfa 2,25 millj­arðar.

Þá hef­ur verið greint frá því að kær­u­nefnd útboðsmá­la hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að kostnaður við brú hafi haft lítið vægi í til­lög­um í hönn­un­ar­sam­keppni Veg­ar­gerðar­inn­ar um brúna og ekk­ert vægi í loka­vali.

Til­lag­an sem bar nafnið Alda varð hlut­skörp­ust í hönn­un­ar­keppn­inni. Gert er ráð fyr­ir um­ferð gang­andi og hjólandi og borg­ar­línu í miðjunni. Svona verður út­sýnið yfir Foss­vogs­brú frá Kópa­vogi. Ljós­mynd/​Efla/​Beam Architects

 

Hef­ur Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, meðal ann­ars kallað eft­ir því að Vega­gerðin svari fyr­ir hækkaða kostnaðaráætl­un. Þá hafa Jón Gunn­ars­son og Njáll Trausti Friðberts­son, þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, lýst áhyggj­um vegna þró­un­ar­inn­ar. Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, hef­ur hins veg­ar vísað á bug að kostnaður hafi ekki haft vægi við mat á til­lög­un­um.

Dag­ur seg­ir í færslu sinni að rétt sé að kostnaðarmat vinn­ingstil­lög­unn­ar fyr­ir brúna, sem hef­ur fengið nafnið Alda, hafi tvö­fald­ast. Seg­ir hann eðli­legt að ræða slík­ar breyt­ing­ar í kostnaðaráætl­un­um op­in­berra fram­kvæmda og að leitað sé skýr­inga á þess­um breyt­ing­um.

Þurfi að skoða í sam­hengi við aðrar fram­kvæmd­ir

Hann seg­ir hins veg­ar að skoða þurfi þetta í sam­hengi við aðrar op­in­ber­ar sam­göngu­fram­kvæmd­ir. „Það er hins veg­ar líka rétt að það að hol­ur hljóm­ur í því að þing­menn tak­marki áhyggj­ur sín­ar og umræðu við Foss­vogs­brú en dragi það ekki fram í þess­ari umræðu að sömu hækk­an­ir eiga reynd­ar við um sam­göngu­verk­efni al­mennt,“ seg­ir Dag­ur.

Tek­ur hann nokk­ur dæmi um ný­leg sam­göngu­verk­efni. Meðal ann­ars að upp­haf­legt kostnaðarmat Vega­gerðar­inn­ar fyr­ir Arn­ar­nes­veg hafi verið 1,6 millj­arður, en end­an­leg­ur heild­ar­kostnaður sé nú um 7,2 millj­arðar. Heyr­ir þetta verk­efni und­ir sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem Alda og borg­ar­línu­fram­kvæmd­ir heyra einnig und­ir.

Nýja brú­in Foss­vogs­brú­in verður 270 metra löng og byggð úr stáli. Hún ligg­ur frá Naut­hóls­vík yfir í Kárs­nes. Und­an­farið hafa mikl­ar umræður verið uppi um ört hækk­andi kostnaðaráætl­un fyr­ir brúna. Tölvu­mynd/​Efla og BEAM

264 millj­arðar í 453 millj­arða

Dag­ur seg­ir dæm­in hins veg­ar mun fleiri þegar horft sé til lands­ins alls. Þannig hafi heild­armat á sam­göngu­áætlun rík­is­ins, sem eru ný­fram­kvæmd­ir fyr­ir utan sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins, farið úr 264 millj­örðum árið 2020 í 453 millj­arða í fyrra.

„Ein­stök verk­efni þar eru á mis­mun­andi hönn­un­arstigi, og jafn­vel á frum­kostnaðarstigi og gætu hækkað tölu­vert enn, ein­sog reynsl­an kenn­ir. Líkt og í Foss­vogs­brú er lík­legt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað um­tals­vert kostnaðarmat á ein­stök­um verk­efn­um, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu,“ seg­ir Dag­ur um ástæður þess­ara hækk­ana.

Nefn­ir hann svo stök dæmi úr sam­göngu­áætlun rík­is­ins frá 2020 og hvernig áætl­un árs­ins 2023 vegna sömu verk­efna hljóm­ar:

  • Hring­veg­ur norðaust­an Sel­foss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr.
  • Hring­veg­ur milli Skeiðavega­móta og Sel­foss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr.
  • Hring­veg­ur milli Akra­fjalls­veg­ar og Borg­ar­ness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr.
  • Vatns­nes­veg­ur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr.
  • Ax­ar­veg­ur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr.
  • Fjarðar­heiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr.

Þá vís­ar Dag­ur einnig til þess að rétt sé að horfa til þess að Foss­vogs­brú verði gríðarleg sam­göngu­bót fyr­ir mjög fjöl­menn­an hóp lands­manna og stytti ferðatíma frá Hamra­borg til nokk­urra af fjöl­menn­ustu vinnustaða lands­ins, meðal ann­ars há­skól­ana og Land­spít­al­ans.

Heimild: Ruv.is